Sigmundur Davíð Gunnlaugasson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að bleiki fíll Árna Páls væri löngu dauður,  hakkaður og kominn í lasagna. Með þessum orðum vísaði hann til samlíkingarinnar sem Árni Páll og fleiri hafa stundum notað í tengslum við umræðuna um íslensku krónuna, vandkvæðanna sem henni fylgja og upptöku annars gjaldmiðils.

Þeir Sigmundur Davíð og Árni Páll voru á meðal annarra formanna stjórnmálaflokkanna sem sátu fyrir svörum í pallborði á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskipta- og efnahagsráðherra, sagði að menn gætu  haldið áfram að hlæja að bleika fílnum, vandamálin væru hins vegar enn til staðar í íslensku krónunni.