Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, hefur boðað stofnun nýs félags sem ber heitið Framarafélagið. Félagið á að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félaginu kemur fólk víða að úr samfélaginu; framsóknarmenn, meðlimir annarra flokka og fólk sem engin afskipti hefur haft af stjórnmálum að því er kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu.

Spurður að því hvort hann sé með þessu að stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Sigmundur Davíð: „Nei, alls ekki. Félagið mun sjálfsagt þróast með tímanum og láta taka til sín á ýmsan hátt, en þetta er ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur.“

Sigmundur Davíð lýsir félaginu sem nokkurs konar samblöndu af þjóðmálafélags og hugveitu og segir tilgang þess að skapa vettvang fyrir frjálsa umræðu fyrir hinn ýmsu samfélagsmál.