Alltof of snemmt er um það að segja hvort von sé á myndun nýrrar ríkisstjórnar fljótlega, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hann fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á Bessastöðum í dag. Fundarhöldin hófust klukkan 11 í morgun. Nú klukkan 15 settist Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar niður með forsetanum.

Fréttastofa RÚV ræddi við Sigmund Davíð þegar hann gekk af fundinum á Bessastöðum. Spurður hvort stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar svaraði hann því til að svo væri ekki, hvorki formlegar né óformlegar.