Aðeins eru liðin um fjögur og hálft ár frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf afskipti af stjórnmálum en hann tekur á morgun við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu.

VB Sjónvarp ræddi við Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stefnuyfirlýsingu flokkanna sem á morgun hefja ríkisstjórnarsamstarf. Í lok samtalsins voru þeir jafnframt spurðir að því hvernig þeir hygðust verja síðasta kvöldinu sem óbreyttir þingmenn.

Við ræddum einnig stuttlega við Sigmund Davíð um innkomu hans á vettvang stjórnmálanna fyrir rúmum fjórum árum.