Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi flokksins í febrúar 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á flokksþingi flokksins í febrúar 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í byrjun september. Þetta staðfestir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í samtali við VB.is.

Barack Obama verður staddur í Svíþjóð á þessum tíma í boði Fredriks Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Í samráði við forseta Bandaríkjanna var ákveðið að Reinfeldt myndi bjóða forsætisráðherrum Íslands, Noregs, Danmerkur og Finnlands til fundarins. Sauli Niinisto, forseti Finnlands verður einnig boðið til fundarins.

Um kvöldverðarfund verður að ræða, en Obama fer til Svíþjóðar á leið sinni á fund svokallaðra G20 ríkja.