Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tóku sér tvær vikur til að útbúa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við VB Sjónvarp að formenn flokkanna hafi viljað hafa hlutina skýra, þeir viti hvert skuli stefna og hvernig skuli nálgast markamiðin og að mikill samhljómur sé með flokkunum.

Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynntu sem kunnugt er stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar á Laugavatni í morgun.

Sigmundur Davíð úrslausn skuldamála heimilanna vera eðlilegt framhald af neyðarlögunum svokölluðu. Þau hafi tryggt ákveðna tegund eigna en nú sé kominn tími til að takast á við skuldahliðinni.