Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kemur til landsins um helgina og verður við vinnu á mánudaginn. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður hans.

Sigmundur hefur verið i fríi í þessari viku og fór úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti eftir forsætisráðherra á Alþingi í gær. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Sigmundur í siglingu um karabíska hafið.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði að ríkisstjórnin starfaði vel sjálfstætt. „Þótt forsætisráðherra er upptekinn þá starfar ríkisstjórnin ágætlega,“ sagði hún.