Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann baráttuna um fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi með 63% atkvæða. Höskuldur Þórhallsson fékk 35% atkvæða. Samkvæmt hádegisfréttum RÚV voru alls greidd 350 atkvæði.

Höskuldur bauð sig þá fram til annars sætis á lista Framsóknarmanna í kjördæminu og er sjöundi frambjóðandinn til að lýsa yfir áhuga á því sæti. Nú stendur yfir kosning um annað sæti listans.

Þá samþykkti aukakjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjavík um hádegisbil framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. og eru þeir eftirfarandi:

Reykjavíkurkjördæmi suður:

  1. Vigdís Hauksdóttir
  2. Karl Garðarsson
  3. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
  4. Jóhanna Kristín Björnsdóttir
  5. Hafsteinn Ágústsson
  6. Sunna Gunnars Marteinsdóttir
  7. Ragnar Rögnvaldsson

Reykjavíkurkjördæmi norður

  1. Frosti Sigurjónsson
  2. Sigrún Magnúsdóttir
  3. Þorsteinn Magnússon
  4. Fanný Gunnarsdóttir
  5. Snædís Karlsdóttir
  6. Einar Jónsson
  7. Snorri Þorvaldsson