Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að spennan á Krímskaga gæti orsakað vandamál í samskiptum ríkja innan Norðurskautsráðsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í Edmonton í Kanada um helgina. Kanada fer með formennsku í Norðurskautsráðinu og því bárust málefni þess í tal í heimsókninni.

„Þetta hefur mikil áhrif, jafnvel þótt atburðirnir í Krímskaga séu fjarri Norðurskautsráðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Augljóslega eru margir aðilar á Norðurslóðum áhyggjufullir yfir þróun mála og hvort þeir séu vísbending um það sem síðar mun koma,“ bætti hann við.

Hillary  Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í svipaðan streng þegar hún var stödd í Calgary á dögunum. Hún sagði að það væri Rússum, Kanadamönnum, Bandaríkjunum og hinum fimm ríkjunum í Norðurskautsráðinu fyrir bestu að fundnar yrðu sameiginlegar leiðir til þess að stjórna auðlindum á Norðurskautssvæðinu.