Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er tekjuhæstur allra alþingismanna og ber hann höfuð og herðar yfir þá sem næstir honum koma á þeim lista. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins er Sigmundur Davíð með 2.409.320 krónur í tekjur á mánuði. Næst honum kemur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna með 1.489.542 krónur á mánuði og í því þriðja er Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins með 1.439.679 krónur.

Alls eru sextán þingmenn með yfir eina milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt álagningarskrá. Tekjulægsti þingmaðurinn er samkvæmt þessu Jóhanna María Sigmundsdóttir með 519.047 krónur á mánuði.

Þingmenn í stafrófsröð og mánaðartekjur þeirra:

  • Árni Páll Árnason - 976.194 kr.
  • Árni Þór Sigurðsson - 742.361 kr.
  • Ásmundur Einar Daðason - 762.335 kr.
  • Ásmundur Friðriksson - 575.350 kr.
  • Birgir Ármannsson - 643.805 kr.
  • Birgitta Jónsdóttir - 873.982 kr.
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - 670.500 kr.
  • Bjarni Benediktsson - 1.279.463 kr.
  • Björt Ólafsdóttir - 616.085 kr.
  • Brynhildur Pétursdóttir - 738.748 kr.
  • Brynjar Þór Níelsson - 743.457 kr.
  • Einar K. Guðfinnsson - 1.187.096 kr.
  • Elín Hirst - 699.396 kr.
  • Elsa Lára Arnardóttir - 642.015 kr.
  • Eygló Harðardóttir - 947.823 kr.
  • Frosti Sigurjónsson - 1.439.679 kr.
  • Guðbjartur Hannesson - 1.026.304 kr.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson - 663.364 kr.
  • Guðmundur Steingrímsson - 909.141 kr.
  • Gunnar Bragi Sveinsson - 994.663 kr.
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir - 1.104.331 kr.
  • Haraldur Benediktsson - 849.436 kr.
  • Haraldur Einarsson - 533.636 kr.
  • Helgi Hrafn Gunnarsson - 594.437 kr.
  • Helgi Hjörvar - 961.203 kr.
  • Höskuldur Þórhallsson - 717.244 kr.
  • Illugi Gunnarsson - 985.307 kr.
  • Jóhanna María Sigmundsdóttir - 519.047 kr.
  • Jón Gunnarsson - 831.071 kr.
  • Jón Þór Ólafsson - 652.844 kr.
  • Karl Garðarsson - 604.258 kr.
  • Katrín Jakobsdóttir - 1.489.542 kr.
  • Katrín Júlíusdóttir - 1.208.045 kr.
  • Kristján Þór Júlíusson - 779.289 kr.
  • Kristján L. Möller - 1.087.200 kr.
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir - 810.287 kr.
  • Líneik Anna Sævarsdóttir - 750.352 kr.
  • Oddný G. Harðardóttir - 716.551 kr.
  • Óttarr Proppé - 928.774 kr.
  • Páll Valur Björnsson - 750.090 kr.
  • Páll Jóhann Pálsson - 712.053 kr.
  • Pétur H. Blöndal - 847.641 kr.
  • Ragnheiður E. Árnadóttir - 1.043.562 kr.
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 1.162.492 kr.
  • Róbert Marshall - 745.242 kr.
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - 2.409.320 kr.
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - 746.073 kr.
  • Sigrún Magnúsdóttir - 695.421 kr.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson - 1.088.104 kr.
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir - 694.026 kr.
  • Steingrímur J. Sigfússon - 1.212.574 kr.
  • Svandís Svavarsdóttir - 1.116.990 kr.
  • Unnur Brá Konráðsdóttir - 862.688 kr.
  • Valgerður Bjarnadóttir - 698.404 kr.
  • Valgerður Gunnarsdóttir - 929.789 kr.
  • Vigdís Hauksdóttir - 721.987 kr.
  • Vilhjálmur Árnason - 532.659 kr.
  • Vilhjálmur Bjarnason - 1.219.807 kr.
  • Willum Þór Þórsson - 759.208 kr.
  • Þorsteinn B Sæmundsson - 799.974 kr.
  • Þórunn Egilsdóttir - 826.487 kr.
  • Ögmundur Jónasson - 685.829 kr.
  • Össur Skarphéðinsson - 1.386.052 kr.

Fyrirvari og athugasemd ritstjóra:

Upplýsingarnar í fréttinni hér að ofan eru byggðar á upplýsingum úr álagningarskrá. Hafa ber í huga að hér er aðeins miðað við þær tekjur sem fólk greiðir tekjuskatt af, en ekki aðrar tekjur, svo sem fjármagnstekjur. Því geta einhverjir verið með hærri mánaðartekjur en þær sem hér eru tilgreindar. Þá endurspegla tölurnar ekki föst laun viðkomandi, heldur geta komið inn ýmis skattskyld hlunnindi. Að lokum er ekki loku fyrir það skotið að vitlaust hafi verið lagt á fólk og það því með lægri tekjur. Er því rétt að taka þessum tölum með ákveðnum fyrirvara, þótt reynt hafi eftir fremsta megni að hafa þær réttar. Reynt er að skrá fólk er skráð í það starf sem það gegnir nú, en í einhverjum tilvikum skipti það um starf annað hvort í fyrra eða á þessu ári.

Viðskiptablaðið hefur lengi verið á þeirri skoðun að persónulegar fjárhagsupplýsingar um einstaklinga, s.s. þær sem koma fram í álagningarskrá eigi ekki að liggja opnar. Hins vegar verður ekki hjá því litið að um er að ræða opinberar upplýsingar, m.a. um áhrifafólk í atvinnulífi og stjórnmálum. Viðskiptablaðið hefur undanfarin ár birt umfjöllun um nokkra þessara einstaklinga byggða á þessum upplýsingum og gerir það í ár líka. Verði birtingu þessara upplýsinga hætt mun Viðskiptablaðið fagna því og leita annarra leiða til að afla gagna til upplýsingar fyrir lesendur sína.