*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 20. febrúar 2018 09:02

Sigmundur: „Ekki of seint að grípa inn í“

Fyrrum forsætisráðherra segir að ef hann hefði kaupréttur vogunarsjóða á Arion banka fallið dauður niður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef fram hefði verið haldið á þeirri vegferð sem ríkisstjórnin, sem var undir hans forsæti, var á, hefði kaupréttur Kaupskila á eignarhlut ríkisins í Arion banka fallið dauður niður. Það hefði ekki lengur verið eftirsóknarvert vegna annarra aðstæðna að því er Fréttablaðið hefur eftir fyrrum forsætisráðherra.

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hefur Kaupskil, dótturfélag Kaupþings tilkynnt að félagið hyggist nýta sér kauprétt sinn á 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka. Bankasýsla ríkisins hefur tjáð sig um að stofnunin telji kaupréttinn ótvíræðan.

„Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur Davíð.

„Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja.“