Eftir mikið fjaðrafok í pólitíkinni í síðustu viku hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, nú tekið sér tímabundið leyfi frá þingstörfum sínum.

Í viðtali við blaðamenn hefur hann sagst hafa hugsað sér að ferðast um Ísland yfir sumarið og tala við fólk. „Framundan eru spennandi tímar,” sagði Sigmundur.

Sigmundur hefur sætt mikla gagnrýni frá bæði þingmönnum stjórnarinnar og þingmönnum stjórnarandstöðu fyrir að hafa ekki upplýst um eignir sínar í aflandsfélaginu Wintris Inc., sem átti kröfur í föllnu bankana.

Hann sagði af sér forsætisráðherrastólnum fyrir helgi, en Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur tekið við embættinu af honum.