Sigmundur Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ekki hafa áhyggjur af þeirri leið sem til stendur að fara til þess að fjármagna skuldaniðurfellingar.

Eftir að sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar kynnti skuldaniðurfellingatillögur í nóvember og að ætlunin væri að fjármagna þær með skatti á fjármálastofnanir í slitameðferð mótmæltu bæði slitastjórn Glitnis og Kaupþings og sögðu að réttarstaða bankanna vegna þessa yrði skoðuð.

Sigmundur sagði, eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem tillögurnar voru til umræðu að frekari vísbendingar væru komnar um að skattlagningin stæðist stjórnarskrá.