Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu í dag af Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Niðurstaða aðgerðanna var m.a. sú að þeir sem að nýta öll úrræði stjórnvalda munu fá lækkun íbúðaskulda umfram 4,0% verðbólgu á árunum 2008 og 2009 en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir því að leiðrétt væri fyrir verðbólgu umfram 4,8%.

Sigmundur Davíð sagði á blaðamannafundinum að meðalleiðréttingin hafi verið hærri en búist var við í upphafi og hann býst við því að almenningur taki vel í aðgerðirnar.

VB Sjónvarp ræddi við Sigmund Davíð.