Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fundar nú með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, til að greina honum frá því að stjórnarmyndunarviðræðum sé lokið. Sigmundur Davíð lét ekkert hafa eftir sér þegar hann mætti á Bessastaði, heldur gengu þeir Ólafur rakleiðis inn í fundarherbergi.

Ólafur fól Sigmundi Davíð umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar þann 30. apríl síðastliðinn, eða fyrir réttum 22 dögum.

Að loknum þeim fundi mun Sigmundur Davíð keyra á Laugarvatn þar sem þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa boðað við blaðamannafundar og þar sem þeir munu undirrita stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar og kynna efni hennar.