Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór á íshokkíleik Edmonton Oilers og New York Islanders í Edmonton í Albertafylki í Kanada í gærkvöld en þar er hann nú staddur fram á sunnudag í tengslum við fyrsta flug Icelandair þangað. Forsætisráðherra fundar m.a. með Alison Redford, forsætisráðherra Albertafylkis, og Don Iveson, borgarstjóra Edmonton, ávarpa viðskiptaráð og efnahagsráð Edmonton og kynna sér olíuiðnaðinn í Albertafylki auk þess að hitta Vestur-Íslendinga.

Á bilinu 16-17 þúsund manns voru á leiknum í Edmonton og í öðrum leikhluta var tilkynnt að forsætisráðherra íslands væri leiknum. Mynd af honum birtist á stórum sjónvarpsskjá sem hangir yfir svellinu á leikvanginum og var hann íklæddur búningi Oilers.

Walter Mitty í uppáhaldi

Sigmundur var í VIP-stúku þar sem hann hitti frægasta íshokkíleikmann heims fyrr og síðar Wayne Gretzky og áttu þeir stutt spjall. Gretsky er gríðarlega vinsæll í Edmonton enda var hann í liðinu þegar það vann fjóra NHL-titla. Í stuttu spjalli við blaðamann Viðskiptablaðsins sagðist Gretzky fimm sinnum hafa komið til Íslands og að uppáhalds kvikmyndin hans og konu hans í fyrra hafi verið Walter Mitty.

© european pressphoto agency (european pressphoto agency)
Wayne Gretzky fyrir nokkru.