Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er með umboð til stjórnarmyndar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðaði Sigmund til fundar við sig á Bessastöðum klukkan hálf tólf í morgun og boðaði hann til blaðamannafundar í hádeginu. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að Ólafur Ragnar hafi tekið ákvörðun um að veita Sigmundi umboðið eftir samtöl við formenn flokkanna í gær. Sigmundur heldur umboðinu fram í næstu viku.

Framsóknarflokkurinn fékk 24,4% atkvæða í þingkosningunum um síðustu helgi.