Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á sjóði sem fest hafa kaup á 29% hlut í Arion banka af Kaupskilum , spyr á Facebook síðu sinni í dag : „Ætli núverandi ráðherrar muni halda því fram eftir 10 ár að þeir hafi verið blekktir við söluna á Arion banka?“

Vísar Sigmundur Davíð þar til umfjöllunar dagsins í dag þess efnis að rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins var seldur í janúar árið 2003. Í tilkynningu frá rannsóknarnefndinni kom fram að: „Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi verið skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.“