Þingflokkur Framsóknarflokksins mun styðja vantrauststillögu Þórs Saari, en hann lagði fram tillögu til þingsályktunar þess efnis í dag. Þegar hefur komið fram að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna .

Þegar vb.is leitaði eftir svörum hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, um það hvort flokkurinn myndi styðja tillögu Þórs sagði hann að flokkurinn myndi „vitanlega“ gera það.

Í tillögu Þórs , sem hann leggur fram vegna þess að honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið sig sem skyldi í stjórnarskrármálinu, er gert ráð fyrir því að boðað verði til kosninga þann 13. apríl næstkomandi verði tillagan samþykkt. Hann hefur óskað eftir því að tillagan verði tekin á dagskrá þingsins þriðjudaginn næstkomandi.