Pólitísk umræða í fjölmiðlum er stundum galin og sú umræða getur verið skaðleg. Það tilhneiging hjá sumum fjölmiðlum að bæði hanna atburðarrás og raunveruleika. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Sigmundur sagði að þegar fjölmiðlar væru að hamra svona oft á sömu hlutunum aftur og aftur að þá væri hætta á að rökræða myndi deyja. Ríkisstjórn hefur verið sökuð um að vera einangrunarríkisstjórn og aðrir hafa sakað hana um að vera í of miklum samskiptum við alþjóðasamfélagið, sagði Sigmundur. Hann sagði umræðuna oft vera mjög neikvæða og sagði að Íslendingar ættu að kunna að meta það sem Ísland hefur upp á að bjóða.