Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að þar til bær yfirvöld rannsaki nú breytt og eflt landamæraeftirlit hér á landi.

Forsætisráðherra segir einnig í viðtalinu að ytri landamæri, sem séu forsenda Schengen-samstarfsins, séu hætt að virka sumsstaðar innan Schengen-svæðisins í Evrópu. Sigmundur snertir svo einnig á því að umræða varðandi Schengen hafi verið sérkennileg.

Sigmundur segir marga helstu talsmenn Schengen-samstarfsins hafa stigið fram og sagt fyrirkomulagið komið á fremsta hlunn með að vera ónýtt. Þá hefur hann ekki áhyggjur afþví að upplýsingaflæði milli lögregluyfirvalda í Evrópu muni bíða nokkrar takmarkanir, þar eð um sé að ræða upplýsingar sem hagsmunir stafi af að deila með öðrum.

Sigmundur segir eðlilegt að skoðað sé að landamæraeftirlit beri að efla hérlendis, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París. Þar réðust hryðjuverkamenn á snærum samtakanna ISIS til skipulagðrar atlögu á borgarbúa, vopnaðir hríðskotabyssum og sprengjuvestum. 129 manns létust í árásinni.