Borgarstjórn á að endurmeta afstöðu sína til flugvallarmálsins í ljósi þess að 64 þúsund manns vilja að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að borgin hljóti að horfa til fjölda undirskriftanna.

„Ég held að borgin hljóti líka að horfa til þess að ríkisvaldið vill að flugvöllurinn verði þarna áfram og til þess að megnið af landinu sem flugvöllurinn er á er í eigu ríkisins. Það væri því mjög óráðlegt fyrir borgina að ætla að þvinga flugvöllinn í burtu án samráðs við önnur stjórnvöld og íbúa landsins,“ segir Sigmundur í samtali við blaðið.