Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forseta, segist ekki hafa lagt upp með það að öðlast vopn gagnvart Sjálfstæðisflokknum þegar hann gekk á fund með forseta með beiðni um þingrof. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði eftir fund sinn við Sigmund Davíð að honum hefði liðið sem sá síðarnefndi ætlaði að fá undirritað bréf sem heimilaði þingrof til að nota sem vopn í samningaviðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að slíkt hafi verið honum í huga og segir að bréfið hefði fyrst og fremst hafa verið ætlað Bjarna í valdabaráttu innan eigin flokks.

,,Ég leit ekki á þetta sem vopn gagn­vart for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, held­ur frek­ar nauðsyn­legt vopn í hans hönd­um, til að geta gert sín­um þing­mönn­um grein fyr­ir því, sem að mínu mati á að telj­ast sjálf­sagður hlut­ur, að annað hvort standi menn sam­an um að verja rík­is­stjórn, eða að hún sé fall­in. Að þegar fyr­ir þing­inu liggi til­laga um van­traust og að boðað skuli til kosn­inga verði stjórn­ar­liðar að vera skýr­ir um það að þeir ætli að hafna slík­um til­lög­um, ann­ars sé for­sæt­is­ráðherra ekki í ann­arri stöðu en að boða til kosn­inga. Þetta er lyk­il­atriði." sagði Sigmundur í viðtalinu.

Hið ítarlega viðtal má lesa á vef Morgunblaðsins þar sem margt áhugavert kemur fram.