Eiríkur S. Svavarsson mun líklegast leiða vinnu við afnám fjármagnshafta og hafa samráð við erlenda kröfuhafa föllnu íslensku bankanna. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, vildi þó ekki staðfesta ráðninguna í samtali við blaðið.

Þá munu stjórnvöld einnig hafa sett sig í samband við Sigurbjörn Þorkelsson og óskað eftir því að hann kæmi að vinnunni með einhverjum hætti. Sigurbjörn er búsettur erlendis og meðal annars unnið hjá Barclays Capital.