Eftir atkvæðagreiðslu um fyrsta sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi er ljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, komi til með að leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.

Hlaut Sigmundur 170 atkvæði af 238 eða 72% og voru auðir og ógildir seðlar 3. Höskuldur Þórhallsson hlaut hins vegar einungis 24 atkvæði eða 10,2%.

Höskuldur hyggst ekki sækjast eftir sæti á listanum. Haft er eftir honum á vef Rúv.is, að hann sé vonsvikinn með niðurstöðuna, en óskar hann þó Sigmundi til hamingju með sigurinn.

Þessi úrslit eru í samræmi við þær spár sem áður höfðu komið fram.