Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á laggirnar samstarfshóp fimm ráðuneytisstjóra um við náttúruvá. Hópnum mun yfirfara fjárþörf og kostnað aðila og einstakra stofnana vegna eldgossins í Holuhrauni og jarðhræringa í og við öskju Bárðarbungu og í Dyngjujökli. Hópnum er líka að fjalla um álitamál sem upp kunna að koma ásamt aðgerðum sem mögulega þarf að grípa til. Hópurinn á svo að leggja tillögur sínar fyrir ríkisstjórn eftir því sem málum vindur fram til frekari umræðu. Hópurinn hefur þegar tekið til starfa.

Fram kemur í tilkynningu að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis leiðir starf hópsins en í hópum eru jafnframt ráðuneytisstjórar innanríkisráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fleiri ráðuneytisstjórar verða kallaðir inn í samráðshópinn eftir málefnum og þörfum. Með samráðshópi ráðuneytisstjóranna munu starfa líkt og áður fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fulltrúar ríkislögreglustjóra vegna almannavarna.