„Ég er með einhverja sýkingu á fæti og þurfti að fara á spítala fyrr um daginn. Þar var búið um fótinn og ekki hægt að komast í spariskóinn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Vb.is.

Sigmundur fór á Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og fékk þar sýklalyf.

Hann fundaði með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum hinna Norðurlandanna í Stokkhólmi í gærkvöldi. Athygli hefur vakið að Sigmundur var í íþróttaskóm merktum Nike á vinstri fæti.

Fundarefnið á fundinum voru hitamál dagsins, s.s. málefni Miðausturlanda og efnavopnaárás í Damaskus í Sýrlandi.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar sagði í svari við fyrirspurn í morgun Sigmund hafa verið bólginni í vikunni og sýkingin ágerst í gær. Hann taldi líklegt að flugferðir hafi espað bólgurnar.