Réttarfarsnefnd mun vera falið að að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort gera þurfi á því einhverjar breytingar. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og sitjandi dómsmálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið um störf sérstaks saksóknara. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður hjá sérstökum saksóknara, hélt því fram fyrir stuttu embættið hefði hlerað samtöl verjenda og sakborninga.

Sigmundur segist bera fullt traust til embættisins en tekur þessum ásökunum alvarlega þó ekki væri nema vegna þess að mikilvægt sé að stofnunin njóti trausts.