Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var í viðtali við breska blaðið The Telegraph þar sem hann segir meðal annars að Bretlands sé valdalaust innna ESB og að meirihluti ákvarðanna séu teknar af tveimur, eða einni, þjóð.

Hann varaði við að stærri ríki, s.s. Bretland, séu valdalaus gagnvart valdablokkinni sem hafi myndast milli Frakklands og Þýskalands. „Önnur ríki eru nú kölluð á fundi til að samþykkjta það sem hefur þegar verið ákveðið,“ segir Sigmundur.

Í viðtalinu er talað um að rætt hafi verið um Ísland sem fyrirmynd fyrir Bretland ef það ákveði að ganga úr Evrópusambandinu. Þar er sérstaklega horft til þess að Ísland hafi aðgang að innri markaði ESB í gegnum EES og sé á sama tíma frjálst til að eiga í fríverslunarviðræðum við önnur ríki.

Einnig er rætt sérstaklega um efnahagsárangur Íslands, en Sigmundur rekur árangurinn til íslensku krónunnar og að Ísland standi utan evrusamstarfsins.

Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins gerði viðtalið að efni í Twitter færslu þar sem hann sagði það undarlegt að Bretland, með sína 65 milljón íbúa, sé ekki tilbúið að standa utan ESB þegar Íslandi, með sína 320 þúsund íbúa, gangi vel utan sambandsins.