*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 22. maí 2013 20:55

Sigmundur verður forsætisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson tekur við af Össuri í utanríkisráðuneytinu.

Ritstjórn
Ráðherrarnir nýju: Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi.
Haraldur Guðjónsson

Eygló Harðardóttir verður félagsmálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, verður forsætisráðherra. 

Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti skipan í ráðherrastólana í kvöld en ný ríkisstjórn tekur við af vinstristjórn Samfylkingar og VG á morgun. 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi, umboð til stjórnarmyndunar um síðustu mánaðamót.