Setja á skorður við það hvað einstakir aðilar mega eiga stóran hlut í bönkunum þegar ríkið selur hlut sinn í þeim, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Það er rétt í þessu máli að menn líti til nágrannalandanna sem byggðu upp bankakerfi sitt eftir hrun í byrjun 10. áratugarins,“ sagði hann.

Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði Sigmund að því í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort til greina komi að skorður verði settar við það hvað einn aðili má eiga í viðskiptabönkunum. Helgi vísaði m.a. til þess að skorður hafi verið settar við eignarhluti í bönkunum þegar ríkið seldi hluti sína í þeim eftir síðustu aldamót. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir.

Sigmundur sagðist styðja slíkt.