Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á alþingi fyrr í dag að slitabú föllnu viðskiptabankanna fái engan afslátt af stöðugleikaskatti. Þetta kom fram í svari Sigmundar við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar.

Sigmundur Davíð sagði orðrétt um þetta: „Það stend­ur ekki til að veita neinn af­slátt af stöðug­leika­skatt­in­um. Það kom fram þá þegar þegar ákvörðun stjórn­valda um los­un hafta voru kynnt að það væru tvær leiðir fær­ar. Báðar leiðir væru til þess hannaðar að ná sama mark­miði.“ Þarna á forsætisráðherra við stöðugleikaframlag og stöðugleikaskatt.

Sigmundur sagði jafnframt að legið hafi fyrir frá upphafi að að Seðlabank­inn og fjár­málaráðherra muni ekki fall­ast á stöðug­leika­skil­yrðin og stöðug­leikafram­lög­in nema þau upp­fylli efnahagslegar kröfur, sem komi fram í lögunum.

Stöðugleikaskatturinn leggst á um næstu áramót ef slitabúin verða ekki búin að fá samþykkt stöðugleikaframlag fyrir þann tíma. Skatturinn er 39% og leggst á eignir slitabúanna.