Sigþór Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandair Group.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Sigþór mun starfa við hlið Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra, og bera ábyrgð þeim fyrirtækjum í samstæðunni sem einkum annast alþjóðlegt leiguflug, útleigu flugvéla og flugvélaviðskipti, en það eru fyrirtækin Loftleiðir-Icelandic, Bluebird Cargo, Icelease, Latcharter í Lettlandi, Travel Service í Tékklandi.

Sigþór hóf störf hjá Icelandair Group í apríl 1996 og vann þá að stefnumótun og áætlanagerð. Hann var ráðinn forstöðumaður rekstrarstýringarsviðs í maí 1999.

Sigþór var ráðinn framkvæmdastjóri Loftleiðir-Icelandic við stofnun þess í janúar 2002 og svo framkvæmdastjóri þróunar og stefnumótunar hjá Icelandair Group í mars 2006.

Hann er með M.Sc. próf í iðnaðarverkfræði og stjórnun (Diplom Wirtschaftsingeneur) frá Darmstadt háskóla, Þýskalandi.