Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins gefa kost á sér í þingprófkjöri flokksins í Reykjavík, sem fram fer 24. nóvember nk.

Sigríður, sem hefur látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni um árabil, hefur undanfarið vakið athygli á allt að 75% jaðaráhrifum skatta- og bótakerfisins þar sem aðeins 25% skila sér í vasa þess sem teknanna aflar.

Hún var einn forsvarsmanna Advice hópsins sem barðist gegn Icesave samningnum á síðasta ári.

Sigríður situr um þessar mundir á Alþingi sem varamaður Ólafar Nordal.