Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segir fráleitt að ríkið reki fjölmiðil. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið sem kom út í morgun.

„Með því er ég ekki endi­lega að ýta því út af borð­inu að menn ­geti styrkt íslenska dag­skrár­gerð og annað – en það er hægt eftir öðrum ­leið­um. Mér finnst ein­fald­lega frá­­­leitt að ríkið reki fjöl­mið­il, með­ margar rásir og mikil útgjöld. Ég ­geri enga kröfu til þess að frétta­stof­a ­rík­is­ins haldi hlut­leysi eða að efnis tökin séu eitthvað sérstök. Á frétta­stofu ­rík­is­út­varps­ins er bara fólk að vinna, sem hefur sínar skoð­anir eins og annað fólk. Skoð­anir reka mann á­fram. Von­andi starfar fólk þar fag­lega, en kröfu um hlut­leysi held ég að sé mjög erfitt að halda til streit­u,“ ­segir Sig­ríður í við­tal­in­u.

Hún segir hugs­an­legt að ein­hvern tíma hafa ver­ið rök fyrir fjöl­miðli í eigu rík­is­ins en sá tími sé löngu lið­inn. „Kannski var allt í lagi að halda þessu úti þegar það var heil­mik­ið verk að kaupa tæki til útsend­ing­ar. Sú rök eru ekki lengur til stað­ar­, það getur hver sem er gert þetta og þar fyrir utan er fullt af fjöl­miðl­u­m ­starf­rækt í land­inu. Það er ekki eins og þetta ágæta fólk sem vinnur á RÚV myndi hverfa þótt ríkið mynd­i hætta að reka mið­il­inn.“

Sigríður segir að ekki sé raunhæft að Ríkisútvarpið niður í dag. „Í póli­tískum raun­veru­leika, þá ætla ég ekki að berjast ­fyrir því að RÚV verði lagt niður eða ­selt, en það gæti vel komið til greina að tak­marka rekst­ur­inn við eins og eina útvarps­stöð. Það er mögu­leik­i að taka stofn­un­ina af aug­lýs­inga­mark­að­i en þá kemur þessi krafa um meira fjár­magn frá rík­inu. Mér­ finnst þessi umræða raunar ver­a ­sér­stök, því það er ekki hægt að vera enda­laust í búta­saumi á ónýt­u ­kerfi. Þetta er sam­keppn­is­rekstur og ­ríkið á ekki heima í slíku umhverf­i,“ segir Sig­ríð­ur.