Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands segir erfitt lýsa yfir endalokum kreppunnar í núverandi efnahagsástandi. Ísland sé þó í nokkru skjóli í augnablikinu. Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaði er að finna viðtal við Sigríði um efnahagsmálin, heimkomuna og rannsóknarskýrslu Alþingis.

Allra síðustu vikur hafa hagfræðingar deilt um hvort kreppunni sé lokið eða ekki. Er kreppan búin?

„Á meðan staðan er eins og hún er í umheiminum þá held ég að það sé erfitt að lýsa því yfir að kreppan sé búin,“ segir Sigríður, sem tók sér nokkra stund til þess að íhuga spurninguna. „Það má segja að við séum í svolitlu skjóli í augnablikinu. En ástandið er viðkvæmt, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum einnig þar sem nýjustu tölur um atvinnuleysi eru ekki góðar.

Það er því erfitt að segja að við séum komin út úr kreppunni þegar allt er svona viðkvæmt. Við erum kannski á grænu svæði en þegar breytileikinn er svo mikill og óvissan einnig þá er erfitt að fullyrða um slíkt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.