*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 27. febrúar 2015 16:20

Sigríður Björk braut lög um persónuvernd

Beiðni fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra studdist ekki við viðhlítandi lagaheimildir um miðlun persónuupplýsinga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún gegndi starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá sendi hún Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar en Kjarninn greinir frá þessu.

Þá studdist beiðni Gísla Freys ekki við viðhlítandi lagaheimildir um miðlun persónuupplýsinga, samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Í úrskurðinum er Útlendingastofnun gagnrýnd fyrir að hafa ekki gætt viðunandi öryggist við miðlun frumburðarskýrslu Tony Omos til innanríkisráðuneytisins.