Sigríður Dís Guðjónsdóttir, lögfræðingur, hefur hafið störf hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sigríður útskrifaðist með B.S. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og B.A. prófi í lögfræði árið 2014.

Sigríður er í stjórn Mílu ehf. og hefur einnig verið í skipulagsnefnd Garðabæjar og gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sigríður var á Forsetalista lagadeildar Háskólans í Reykjavík árið 2012 og fékk viðurkenningu Viðskiptaráðs Íslands ársins 2014 fyrir framúrskarandi námsárangur í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur undanfarin ár starfað hjá MP-banka. Sigríður hefur m.a. reynslu á sviði fjármunaréttar og verðbréfamarkaðsréttar og mun bæta við þá sérhæfingu sem Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur skapað sér við hagsmunagæslu fyrirtækja.