Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið ráðin nýr dagskrárgerðarmaður í Morgunútvarp Rásar 2. Sigríður Dögg hefur komið víða við í íslenskum fjölmiðlum, hún vann meðal annars á Fréttablaðinu, var ritstjóri Fréttatímans og er um þessar mundir starfandi á Fréttastofu RÚV en færir sig um set yfir í Morgunútvarpið.

Það verða því þau Sigríður Dögg, Sigmar Guðmundsson og Atli Már Steinarsson sem stýra Morgunútvarpi Rásar 2 næsta vetur að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV.

Áður hafði verið gengið frá ráðningu Karenar Kjartansdóttur í Morgunútvarpið. Af persónulegum ástæðum óskaði Karen eftir því að ráðningin gengi til baka og varð Rás 2 við þeirri ósk.