Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigraði í formannskjöri Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem fór fram um helgina en hún fékk 171 atkvæði eða um 54,6% atkvæða. Hún tekur við formennskunni af Hjálmari Jónssyni sem hefur verið formaður BÍ frá árinu 2010 en hann gaf ekki kost á sér í ár. Frá þessu er greint á heimasíðu .

Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, bauð sig fram gegn Sigríði en hann hlaut 130 atkvæða eða um 41,5% atkvæða. Alls voru 553 á kjörskrá og atkvæði greiddu 313 þannig að kjörsókn var 56,6%. Auðir seðlar voru 12 eða 3,8%.

Sigríður Dögg hefur unnið við blaða- og fréttamennsku frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlum og hóf störf á Morgunblaðinu. Þar var hún ráðin sem fréttaritari í London til ársins 2002. Árið 2004 hóf hún svo störf hjá Fréttablaðinu og starfaði þar til ársbyrjunar 2007. Í kjölfarið stofnaði hún ásamt eiginmanni sínum Valdimar Birgissyni vikublaðið Krónikuna. Í framhaldinu starfaði hún hjá DV og síðar sem ritstjóri Fréttatímans til ársins 2014. Hún hóf svo störf hjá RÚV árið 2017 og hefur starfað þar síðan.