Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lætur að eigin ósk af störfum sendiherra í Osló 1. febrúar nk. Hún mun taka tímabundið launalaust leyfi og hverfa til starfa sinna sem prófessor við Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York, verður sendiherra Íslands í Osló frá 1. maí.

Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, tekur við sem fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá 1. maí.