Ný stjórn Flóru, félags mannauðsstjóra, var kjörin á aðalfundi félagsins þann 12. febrúar síðastliðinn.

Formaður var kjörin Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík, en Dröfn Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Nýherja, var kjörin varaformaður. Aðrir stjórnarmenn eru Helga B. Helgardóttir frá ÍSAM, Inga Guðrún Birgisdóttir frá 1912, Sigríður Indriðadóttir frá Mosfellsbæ og Drífa Sigurðardóttir frá Mannviti.

Flóra er fagfélag mannauðs- og starfsmannastjóra fyrirtækja og stofnana á Íslandi og er hlutverk þess að efla fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs, standa vörð um hagsmuni félagsmanna og auka samvinnu og tengsl þeirra á milli. Félagið stendur meðal annars fyrir Mannauðsdeginum, ráðstefnu sem haldin er árlega.