*

föstudagur, 10. júlí 2020
Fólk 6. janúar 2020 15:11

Sigríður Elín stýrir mannauðsmálum

Efla verkfræðistofa hefur ráðið Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, sem sviðstjóra mannauðsmála, frá HR.

Ritstjórn
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs hjá Eflu.
Aðsend mynd

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannauðs hjá Eflu verkfræðistofu. Sigríður Elín kemur frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún starfaði síðastliðin sex ár sem framkvæmdastjóri mannauðs og gæða. Þar áður starfaði hún í 13 ár hjá Íslenskri erfðagreiningu á mannauðssviði og sem mannauðsstjóri.

Sigríður Elín er með MSc. gráðu í alþjóðlegri mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Leicester, B.A. gráðu í félags- og atvinnulífsfræði frá HÍ og lauk AMP stjórnendanámi 2016 frá IESE í Barcelona. Sigríður sat um fimm ára skeið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Sigríður Elín er gift Bjarnhéðni Grétarssyni og eiga þau þrjár dætur.

Efla er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá Eflu starfa um 400 sérfræðingar með fjölbreytta þekkingu.

Meginstarfsemi fyrirtækisins er á Íslandi, með höfuðstöðvar í Reykjavík og öflugar starfsstöðvar víða um land. Að auki starfrækir Efla dóttur- og hlutdeildarfélög á Íslandi og í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Skotlandi og Tyrklandi.