Sigríður Hrólfsdóttir var kosin formaður stjórnar Skipta á hluthafafundi félagsins í dag. Hún tekur við af Benedikti Sveinssyni. Skipti er móðurfélag Símans, Mílu, Skjásins og tengdra félaga.

Ingimundur Sigurpálsson var á fundinum kosinn varaformaður stjórnar Skipta. Önnur í stjórn eru þau Heiðrún Magnúsdóttir, sem situr í henni í krafti hlutafjáreignar Gildis lífeyrissjóðs, Helgi Magnússon, varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og Stefán Árni Auðólfsson.

Í varastjórn voru sjálfkjörin Elín Árnadóttir, Hlín Kristín Þorkelsdóttir, Jóhann Hjartarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sverrir Arngrímsson.