Íslenska ríkið ætti ekki að tryggja skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs í framtíðinni, að mati Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns og formanns velferðarnefndar Alþingis. Í símaviðtali við Bloomberg segir Sigríður Ingibjörg að Íbúðalánasjóður ætti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Eigendur bréfanna þurfi að samþykkja að bréfin séu uppgreiðanleg.

Hún segir að til framtíðar verði að draga úr ríkisábyrgð á bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Þá segir í fréttinni að sjóðinn vanti tíu milljarða króna eiginfjárframlag.

Viðskipti með íbúðabréf voru stöðvuð í Kauphöllinni í morgun.