Sigríður María Egilsdóttir hefur ákveðið að taka þátt í komandi þingkosningum með því að taka sæti á lista Viðreisnar. Þetta kemur fram á facebooksíðu Sigríðar, en samkvæmt færslunni hefur lengi blundað í henni löngun til að taka þátt í mótun og uppbyggingu á sviði stjórnmálanna.

Hún segir Viðreisn endurspegla strauma frjálslyndis og jafnréttis, á sama tíma og flokkurinn býður upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Sigríður María er 22 ára lögfræðinemi. Hún útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands og var þar virk í ræðuliði skólans. Árið 2013 var hún valin ræðumaður Íslands, eftir sigur Verslunarskólans á Flensborgarskólanum.

Ekki kemur fram hvaða sæti Sigríður muni taka, en hún mun líklegast skipa eitt af efstu sætunum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Í samtali við Vísir.is segir hún skólakerfið, rekstur LÍN, og námslánakerfið brenna á ungu fólki. Samkvæmt fréttinni ætlar hún einnig að beita sér fyrir húsnæðismálum.

Móðir Sigríðar, er Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og eiginkona Magnúsar Orra Schram. Herdís er einnig í framboði fyrir Viðreisn, en það í Suðurvesturkjördæmi.