Bæjarstjórn Hafnafjarðarbæjar samþykkti tillögu bæjarráðs að ráða Sigríði Kristinsdóttur, bæjarlögmann, í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða verður gerð sú breyting að störf sviðsstjóra og bæjarlögmannsverði sameinuð. Sigríður tekur við starfinu í nóvember, segir í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ.

Sigríður Kristinsdóttir, sem er bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar, hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Sigríður tekur við af Kristjáni Sturlusyni sem sinnt hefur starfinu síðustu þrjú og hálft ár. Sigríður lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989. Hún öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1994 og hæstaréttarlögmaður árið 2013. Hún hefur unnið við lögfræðistörf undanfarin 26 ár, þar af sem lögmaður í 21 ár. Sigríður hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og einnig hefur hún starfað innan stjórnsýslunnar.

Störf bæjarlögmanns og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs verða við þessa breytingu sameinuð í eitt starf. Bæjarlögmaður starfar í dag á stjórnsýslusýslusviði og er því um tilfærslu í starfi að ræða. Við breytinguna færast launadeild og tölvudeild til fjármálasviðs af stjórnsýslusviði.  Breytingin opnar á möguleika fyrir eflingu á lögfræðiþjónustu sveitarfélagsins og á næstu vikum verður nýr lögfræðingur ráðinn á stjórnsýslusvið.