*

miðvikudagur, 28. október 2020
Fólk 3. október 2020 10:30

Sigríður og Viktor til Steypustöðvarinnar

Viktor Sigurjónsson tekur við sem markaðsstjóri og Sigríður Björnsdóttir sem mannauðsstjóri.

Ritstjórn
Sigríður er lögfræðingur og Viktor viðskiptafræðingur.
Aðsend mynd

Steypustöðin hefur ráðið Sigríði Björnsdóttur í stöðu mannauðsstjóra og Viktor Sigurjónsson sem markaðsstjóra.

Sigríður mun jafnframt sitja í framkvæmdastjórn félagsins. Sigríður hefur áralanga reynslu af mannauðsmálum og stefnumótun en hún starfaði áður hjá Icelandair, Bláa Lóninu og Bílaleigunni Avis. Sigríður er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, er gift Gunnlaugi Elsusyni PGA golfkennara og eiga þau fjögur börn.

Viktor starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri síðastliðin 7 ár. Þar stýrði hann sölu- og markaðsdeild og tók þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á undanförnum árum.

Viktor er með B.Sc. gráðu úr viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, í sambúð með Telmu Björg Kristinsdóttur gæðastjóra og eiga þau fjögur börn.