Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir hefur verið ráðinn fjármálastjóri Sorpu byggðasamlags. Hún hefur áður starfað hjá Icelandair, Inkasso og Netgíró og sem endurskoðandi hjá EY. Þetta kemur fram í tilkynningu frá byggðasamlaginu.

„Sigríður Katrín er mikilvæg viðbót við stjórnendateymi SORPU. Miklar áskoranir felast í því að hætta að urða úrgang á urðunarstað SORPU í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 og kallar á auka áherslu á bætta meðhöndlun alls úrgangs. Þessu fylgja verulegar breytingar á tekjum og gjöldum Sorpu sem krefjast styrkrar fjármálastjórnar á öllum sviðum,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, í tilkynningunni.

Hinn nýráðni framkvæmdastjóri er löggiltur endurskoðandi með MSc gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þegar hafið störf.