*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Fólk 15. apríl 2021 13:57

Sigríður stýrir fjármálum Sorpu

Sigríður Katrín Sigurbjörnsdóttir er nýr fjármálastjóri Sorpu en áður starfaði hún meðal annars hjá Icelandair og EY.

Ritstjórn

Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir hefur verið ráðinn fjármálastjóri Sorpu byggðasamlags. Hún hefur áður starfað hjá Icelandair, Inkasso og Netgíró og sem endurskoðandi hjá EY. Þetta kemur fram í tilkynningu frá byggðasamlaginu.

„Sigríður Katrín er mikilvæg viðbót við stjórnendateymi SORPU. Miklar áskoranir felast í því að hætta að urða úrgang á urðunarstað SORPU í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 og kallar á auka áherslu á bætta meðhöndlun alls úrgangs. Þessu fylgja verulegar breytingar á tekjum og gjöldum Sorpu sem krefjast styrkrar fjármálastjórnar á öllum sviðum,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, í tilkynningunni.

Hinn nýráðni framkvæmdastjóri er löggiltur endurskoðandi með MSc gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þegar hafið störf.